Svifflugútilega

Helgina kringum 2-3 júlí nk ætlar Svifflugnefnd FMÍ í samvinnu við stjórn SFÍ og staðarhaldara að gangast fyrir svifflugútilegu á Geitamel. Til vara er helgin eftir ef veðurútlit er óheppilegt. Þetta er endurtekning á svipuðum viðburði sem haldinn var í fyrra og tókst einkar vel og skilaði mörgum góðum yfirlandsflugum. 
Ef vel viðrar verða sett verkefni fyrir báða daga og rifjuð upp stemming frá Íslandsmótum.
Við vonumst eftir góðri þáttöku og að sem flestir njóti góðrar samveru og flugskilyrða austur í sveitum.
 
Svifflugnefnd FMÍ