Vikan var með rólegra móti, þótt 14 flug næðust á þriðjudeginum. Sunnudagur fylgir ekki þessum pistli, því þá leysti Þórir Indriðason undirritaða af en eitthvað mun hafa verið flogið þann dag.
Það er farið að hausta og nú fer hver að verða síðastur í gott flug þá daga sem viðrar. Ég hvet þá sem vilja prufa svifflug að drífa sig uppeftir og athuga hvort ekki sé hægt að komast að. Við tökum vel á móti þeim sem vilja prufa sportið.
Kveðja,
Ída