Fréttatilkynning:

Fréttatilkynning:

Nýkjörin stjórn Svifflugdeildar FmÍ kom saman 28 mars 2007 og skipti með sér verkum.

Theodór Blöndal Einarsson formaður. Orri Eiríksson varaformaður. Þórir Indriðason ritari, Baldur Jónsson meðstjórnandi, og Skúli Sigurðsson meðstjórnandi.

Það helst sem var tekið fyrir og ákveðið að gera, var eftirfarandi:

Almenn handbók um Svifflug á Íslandi verður gefin út í nafni Svifflugdeildar Flugmálafélagsins Íslands í samráði við Flugmálastjórn og Svifflugfélögin.

Steingrímur R. Friðriksson vinnur um þessar mundir að breytingum á keppnisreglum vegna Íslandsmóts í svifflugi, hugmyndin er að einfalda og laga reglurnar að tölvuvinnslu á keppnisstað.

Svifflugdeildin hefur ákveðið að sett verði upp nokkur stutt verkefni út frá Sandskeiði sem “startpunkti” í þeim tilgangi að æfa menn í keppnisflugum og notkun gagnaskráningartækja Menn skulu senda inn til deildarinnar [email protected] niðurstöður og síðar verður krýndur mánaðarmeistari á grundvelli gagnanna.

Svifflugdeildin stefnir að því í samvinnu við SFÍ að halda kynningarfund um útflug og keppnisflug með myndasýningu eða tölvusýningu þar sem keppnismenn lýsa flugum sínum.

Samþykkt var að endurskoða lög og reglur Svifflugdeildarinar í samræmi við breyta tíma, Þórir Indriðason tekur að sér að hafa forgöngu að málinu.