Svifflugútilega á Akureyri

Svifflugútilegunni norður á Meðgerðismela er frestað til 14-16 september.
Farið verður með 2-3 svifflugur, Duo, LS-8 og mögulega LS-4. Þá fer Dimonan ef einhver vill fljúga henni norður. Einnig verður hægt að fljúga Akureyrar Dimonunni og Arngrímur verður á svæðinu með Blanik og mögulega LS-3 ásamt því að lána Super Cub-inn til dráttar.
Stefnt er að því að aka norður á fimmtudagskvöld og koma til baka á sunnudagskvöld. Þeir sem áhuga hafa áhuga á að koma norður hafi samband við Skúla en nóg pláss verður í þeim bílum sem fara norður.
Við munum reyna að finna ódýra gistingu og njóta þess að heimsækja félaga okkar fyrir norðan.

Ber ber á Sandskeiði.

Gaman er að segja frá því að fullt er af bláberjum undir hraunjaðrinum vestan við Harðarskála og félagsmenn og gestir þeirra eru velkomnir að tína þar ber.

Vetrargeymslan.
Við byrjum á að taka inn vetrargeymsluhluti 22. og 23. september og síðan helgarnar þar á eftir.
Öll aðstoð er vel þegin.

Ný svifflugskírteini.
Til að komast hjá mögulegum erfiðleikum mælum við með að svifflugmenn hafi svifflugskírteinin sín í gildi í apríl í vor en þá koma væntanlega ný EASA skírteini sem leysa hin af hólmi við næstu endurnýjun.

Kveðja,
stjórnin