Nú er komð að okkur öllum að koma Árna gjaldkera í jólaskap. Búið er að taka saman tölvupósta til þeirra félagsmanna sem við höfum tölvupóstfang á. Þessir póstar sýna öll viðskipti ársins og stöðu í ársbyrjun og árslok. Þeir sem eru í skuld eru beðnir um að greiða sem fyrst. Töluvert vantar upp á upplýsingar um tölvupóstföng félagsmanna þannig að ekki hafa allir fengið sendan póst. Þeir sem ekki hafa fengið neitt sent eru beðnir um að senda upplýsingar um tölvupóstfangið sitt á [email protected]. Í sumum póstunum urðu þau leiðu mistök að númer bankareiknings félagsins var rangur, rétt reikningsnúmer er 0101-26-6534. Eitthvað hefur verið um kvartanir vegna lokastöðu á viðskiptareikningum, það kemur ekki nógu skýrt fram hvenær menn eru í skuld og hvenær þeir eru í inneign. Þetta verður væntanlega lagfært eftir áramótin en til þess að þetta fari ekki á milli mála þangað til þá er mínus tala inneign og plús tala skuld. Dæmi: 10.566 er skuld en -12.345 er inneign.