Ágætu félagar
Maífundur Svifflugfélagsins verður haldinn nú þriðjudaginn 28. maí kl. 20.00 á Sandskeiði.
Á fundinum verður farið yfir flugöryggismál sem yfirkennari félagsins Skúli Sigurðarson sér um,
þá verður gjaldskrá félagsins kynnt.
Allir eru velkomnir á fundinn og kaffi og kökur verða á boðstólnum.
Ýmsar fréttir
Sumarið hefur byrjað seint hjá okkur en veður ásamt ýmsu öðru hefur hamlað að við hefjum svifflug á Sandskeiði. Um síðustu helgi var sáð grasfræi nýju í brautarlenginguna og kannski verður mögulegt að taka í loftið og lenda þar með haustinu. Með þessari lengingu er Sandskeiðið orðið um 1.350 metrar.
Um helgina kemur frá Danmörku vinur okkar Helge Hald sem mun taka svokallaðar CAMO skoðanir á svifflugum. Því gæti orðið lítið um svifflug um helgina vegna pappírs- og skoðunarvinnu. Áætlað er að flugstarfsemin hefjist síðan á fullu eftir helgina.
Félagið hefur ráðið starfsmann Emil Guðjónsson sem mun í sumar vinna að ýmsum viðhaldsverkum og framkvæmdum. Þá munu félagsmenn að venju sinna fjölmörgum öðrum störfum og er nú m.a. verið að skipuleggja vinnuliðin fyrir flugstarfsemina.
Ný EASA skírteini fyrir svifflugmenn eru væntanleg nú næstu vikur og leysa af hólmi eldri svifflugskírteini. Félagið mun deila út nýju skírteinum fyrir hönd Flugmálastjórnar og munu skírteinin kosta kr. 4.000. Svifflugmenn er hafa nú útrunnin svifflugskírteini geta tekið PFT og fengið hin nýju skírteini á þessum kjörum. Þeir aðilar verða að hafa samband við Skúla yfirkennara [email protected] til að panta skírteinin. Svifflugskírteinin eru nú gefin út ævilangt.
Við vonum að sumarið verði okkur gott svifflugsumar og væntum þess að félagsmenn fljúgi sem lengst og mest.
Sjáumst á Sandskeiði
Stjórnin