Jóhannes Hagan bikar
Bikar þessi var árið 1958 gefinn af þeim Arnóri Hjálmarssyni, Ásbirni Magnússyni,Guðmundi Bjarnasyni og Helga Filippussyni til minningar um Jóhannes Hagan, sem var meðal frumherja svifflugs hér á landi, en hann lést af slysförum í Kanada árið 1942.
Bikarinn hlýtur Íslandsmeistari í svifflugi.
Íslandsmót í svifflugi er haldið af Flugmálafélagi Íslands, og er einstaklingskeppni í hraða og /eða fjarlægðarflugi á svifflugum. Fyrst er haldið Íslandsmót 1958 og þá á Hellu á Rángárvöllum og hefur verið haldið þar ávalt síðan. Árið 1961 var ekki haldið mót. Ákveðið að sá svifflugmaður, er flygi lengsta yfirlandsflugið á svifflugu á tilteknu tveggja mánaða tímabili, teldist Íslandsmeistari. Mótin 1969 og 1972 urðu ógild þar eð ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi gildra keppnisdaga.
Atlanta bikar
Svifflugnefndin hefur tekið þá ákvörðun að Jóhannes Hagan Bikarinn ljúki hlutverki sínu sem Íslandsmeistara bikar á tímamótum nýrar aldar og Atlanta bikarinn taki við hlutverki hans. Það er ósk Svifflugnefndarinnar FmÍ að hinn fráfarandi bikar verði tekin til varðveislu á Sandskeiði hjá Svifflugfélagi Íslands. Atlanta bikar, sem er eignarbikar, er gefinn árið 2002 af hjónunum Arngrími Jóhannssyni og Þóru Guðmundsdóttur, eigendum Atlanta, til eflingar svifflugs á Íslandi. Bikarinn hlýtur Íslandsmeistari í svifflugi. Atlanta bikar, sem er eignarbikar, er gefinn árið 2004 af Arngrími Jóhannssyni , stofnanda Atlanta, til eflingar svifflugs á Íslandi. Bikarinn hlýtur Íslandsmeistari í svifflugi.
Íslandsmeistarar í svifflugi
Röð | Ár | Nafn | Nr flugsk | svifflugfé |
---|---|---|---|---|
1 | 1958 | Þórhallur Filippusson | 533 | SFÍ |
2 | 1961 | Runólfur Sigurðsson | 500 | SFÍ |
3 | 1963 | Sverrir Þóroddsson | SFÍ | |
4 | 1967 | Þórður Hafliðason | 816 | SFÍ |
5 | 1970 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
6 | 1974 | Sigmundur Andrésson | 808 | SFÍ |
7 | 1976 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
8 | 1978 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
9 | 1980 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
10 | 1982 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
11 | 1984 | Sigmundur Andrésson | 808 | SFÍ |
12 | 1986 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
13 | 1988 | Garðar Gíslason | 1341 | SFÍ |
14 | 1990 | Garðar Gíslason | 1341 | SFÍ |
15 | 1992 | Garðar Gíslason | 1341 | SAS |
16 | 1994 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
17 | 1996 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
18 | 1998 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
19 | 2000 | Theodór Bl Einarsson | 2022 | SFÍ |
20 | 2002 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
21 | 2004 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
22 | 2006 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
23 | 2008 | Daníel H. Stefánsson | 4863 | SFÍ |
Ráðherrabikar
Fyrir bestan árangur í markflugi fram og til baka er veittur Ráðherrabikar. Bikar þennan gaf Ingólfur Jónsson(á Hellu) samgönguráðherra árið 1963. Verðlaunin hlýtur sá keppandinn, er að mati mótsstjórnar flýgur besta markflugið fram og tilbaka á gildu Íslandsmóti i svifflugi. Sé forgjöf notuð í keppninni, skal hún einnig notuð við ákvörðun um verðlaun þessi. Verði markflugi eigi að fullu lokið, gildir það flugið, er lengstri keppnisvegalengd náði, svo framarlega sem hún sé a.m.k. 25 km.
Handhafar hans hafa verið eftirfarandi:
Röð | Ár | Nafn | Nr flugsk | svifflugfé |
---|---|---|---|---|
1 | 1963 | Sverrir Þóroddsson | SFÍ | |
2 | 1967 | Þórhallur Filippusson | 533 | SFÍ |
3 | 1970 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
4 | 1974 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
5 | 1976 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
6 | 1978 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
7 | 1980 | Garðar Gíslason | 1341 | SFÍ |
8 | 1982 | Þorgeir L.Árnason | 1628 | SFÍ |
9 | 1986 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
10 | 1988 | Thomas Knauff | Gestur | |
11 | 1990 | Magnús I. Óskarsson | 2359 | SFÍ |
12 | 1992 | Sigtryggur Sigtryggsson | SFA | |
1994 | Ekkert skráð á bikar | |||
13 | 1996 | Fannar Sverrisson | SFÍ | |
14 | 1998 | Þórður Hafliðason | 816 | SFÍ |
15 | 2000 | Theodór Einarsson | 2022 | SFÍ |
16 | 2002 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
17 | 2004 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
18 | 2008 | Daníel. H Stefánsson | 4863 | SFÍ |
Pfaff-skál
Skál þessa gaf Verslunin Pfaff hf.,Reykjavík árið 1969. Verðlaunin hlýtur sá keppandinn, er að mati mótsstjórnar nær bestum árangri í 100 km þríhyrningsflugi á gildu Íslandsmóti í svifflugi. Sé forgjöf notuð í keppninni, skal hún einnig notuð við ákvörðun um verðlaun þessi. Verði þríhyrningsflugi eigi að fullu lokið, gildir það flugið, er lengstri keppnisvegalengd náði, svo framarlega sem hún sé a.m.k. 25 km.
Handhafar hennar hafa verið eftirfarandi;
Röð | Ár | Nafn | Nr flugsk | Félag |
---|---|---|---|---|
1 | 1974 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
2 | 1976 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
3 | 1980 | Leifur Magnússon | 332 | SFÍ |
4 | 1982 | Baldur Jónsson | 461 | SFÍ |
5 | 1984 | Thomas Knauff | Gestur | |
6 | 1986 | Eggert Norðdahl | 2189 | SFÍ |
7 | 1988 | Garðar Gíslason | 1341 | SFÍ |
8 | 1990 | Garðar Gíslason | 1341 | SAS |
9 | 1992 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
10 | 1994 | Baldur Jónssson | 461 | SAS |
11 | 1996 | Þorgeir L.Árnason | 1628 | SFÍ |
12 | 1998 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
13 | 2000 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
14 | 2002 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
15 | 2004 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
16 | 2006 | Stefán S. Sigurðsson | 1621 | SFÍ |
17 | 2008 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
Olísbikar Póstflug veittur fyrst 1990
Röð | Ár | Nafn | Nr flugsk | Félag |
---|---|---|---|---|
1 | 1990 | Þorgeir L.Árnason | 1628 | SFÍ |
2 | 1992 | Garðar Gíslason | 1341 | SAS |
3 | 1994 | Magnús Ingi Óskarsson | 2359 | SFÍ |
4 | 1996 | Theodór Einarsson | 2022 | SFÍ |
5 | 1998 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
6 | 2000 | Ekki gildur keppnisdagur | ||
7 | 2002 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |
8 | 2004 | Kristján Sveinbjörnsson | 1742 | SFÍ |
9 | 2006 | Steinþór Skúlason | 1812 | SFÍ |